fbpx

Hvað er jarðtenging?

 In

Rannsóknir á jarðtengingu benta til þess að yfirborð jarðar hafi náttúruleg og öflug verkjalyf. Þau eiga að virka sem bólgueyðandi, mynda andoxunarefni og hafa streituminnkandi eiginleika. Þetta er það sem móður náttúra gefur okkur, einstaklega græðandi og fría gjöf. Því miður höfum við fjarlægst þessa gjöf og er það eitthvað sem fylgir ört vaxandi þróun mannsins. Við þurfum á þessu að halda og þurfum að finna okkur leið til þess að komast aftur í eins mikla tengingu við jörðina og var hér áður.

Jörðin framleiðir góða næringu sem við öll þurfum og er þessi rafmagsnæring takmarkalaus. Þetta er náttúrulegar neikvæðar rafhleðslu og nærir þetta allt líf á plánetunni hvort sem það er mannfólk, dýr eða plöntur.

Rannsóknir sýna fram það að bein snerting við jörðina jafna og laga rafrásir sem stjórna líffærum líkamans. Líkaminn endurhleður sig, ónæmiskerfi eykst og bólgur og verkir minnka. Þetta eru fríar auðlindir, gjafir sem okkur eru gefnar og getur hjálpað okkur ef við bara leyfum náttúrunni að vinna sína vinnu.

 

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.

0