fbpx

Hvað er jarðtenging og hvernig bætir hún líkamlega og andlega heilsu?

 In

Líkamleg jarðtenging

 

Að stíga til jarðar á blautt gras, mold, sand, eða í vatn er nýjasta æðið í átt að vellíðan. Þekkt á ensku sem „earthing“ eða „grounding,“ kallað á íslensku „líkamleg jarðtenging“ eða bara „jarðtenging.“ Þegar húðin snertir jörðina þá verður líkaminn eins og svampur sem dregur í sig neikvætt hlaðnar rafeindir úr jörðinni. Það hefur lengi verið vitað að líkaminn þarfnast náttúrunnar til þess að halda góðri heilsu. Á okkar tímum, með breyttum lifnaðarháttum þá er vitað um mikilvægi hreifingar og þörf fyrir líkamann að fá meiri jarðtengingu. Lífsstíll okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma. Tæknin hefur gefið okkur margt, enda er talað um það að við lifum á svokallaðri Tækniöld eða Upplýsingaöld. Allar upplýsingar streyma til okkar, úr öllum áttum, hvort sem við viljum eða ekki. Þær koma ekki bara frá útvarpinu, blöðum, öðru fólki, sjónvarpinu eða tölvunni, því einnig frá símanum okkar. Það má segja að við séum með „heiminn í vasanum“ þegar við höfum símann á okkur. Upplýsingar sem við erum að fá aðeins úr honum gerir okkur kleift að læra og vinna að heiman. Með þessu litla tæki getum við komast að öllum sem við viljum komast að. Einnig eru allar upplýsingar uppi á yfirborðinu, engin leyndarmál. En það hefur haft mikla ókosti. Við erum orðin svo miklu veikari en við höfum áður verið. Við þurfum að einbeita okkur meira en nokkrum sinum áður á líkamlega og andlega heilsu. Hvað það er líkamanum fyrir bestu, hvernig við komumst hjá því að fylla hann af einhverju sem meiðir hann og gerir hann veikan. Við vitum hvað góð heilsa gerir fyrir okkur, hvað það skiptir miklu máli að hugsa um heilsuna í okkar núverandi lífsstíl.

Nútímahugmyndin af líkamlegri jarðtengingu byrjaði árið 2010 þegar Clint Ober gaf út bókina, EarthingThe Most Important Health Discovery Ever?. Clint Ober var brautryðjandi í Bandaríska kapalsjónvarpsiðnaðinum, og hann uppgötvaði að sama kerfi sem notað er við jarðtengingar sem gera fjarskipti og víra stöðugri gæti líka gert atómin í mannslíkamanum stöðugri, sem bætir virkni líkamsstarfseminnar.

Líkamleg jarðtenging hefur verið stunduð frá upphafi tímans þar sem forfeður okkar gengu um berfættir, í rafleiðandi leðurskóm eða söndulum. Það má vera að þetta sé ein útskýring á langlífi þeirra og góðri heilsu. Eftir uppfinningu skóa með gúmmíiljum, sem leiðir illa rafmagn og hélt mannkyni frá stærstu uppsprettu rafeindanna – jörðinni. Eftir að mannkynið fór að ganga meira í skóm og nota hin ýmsu gerviefni varð snerting við jörðina minni sem ógnar heilsunni af völdum rafsegulsóstöðuleika.

Allar frumur líkamans eru úr atómum. Atóm eru jákvætt eða neikvætt hlaðin eftir því hversu mikið af neikvætt hlöðnum rafeindum eða jákvætt hlöðnum róteindum þau innihalda. Flest atóm eru með neikvæða hleðslu því þau eiga meira af rafeindum; þrátt fyrir það, þá geta atóm „stolið“ rafeindum frá hvor öðrum, sem gerir rafeindasnauðu atómin hvarfgjörn og skaðleg. Í þessu ástandi eru þau kölluð sindurefni. Ef skaðleg sindurefni komast í frumur og líkamsvefi, versnar heilsan. Eina leiðin til þess að stöðva sindurefni er að sjá fyrir því að líkaminn eigi nóg af andoxunarefnum eða hækka magn neikvæða rafeinda með líkamlegri jarðtengingu.

 

Líkamleg jarðtenging vinnur gegn sindurefnum

Sindurefni (free radicals) myndast í gegnum bólgur, sýkingar, frumuskaða, áföll, streitu og eitraðs umhverfis okkar. Þau þvinga ónæmiskerfið okkar til að bregðast við þessum ógnum. Virkt ónæmiskerfi framleiðir fleiri sindurefni og fljótlega fer líkaminn okkar að reyna að slökkva elda en hefur ekki næg tæki og tól til þess. Að auki hefur iðnvæðing og sí tæknivæddri heimur varpað okkur inn í völundarhús rafbylgjusviðs sem ruglar jafnvæginu á rafsviði frumanna. Sindurefni í mjög miklu magni, óstöðug hleðsla, bólgur og örvun ónæmis eru orsök langvarandi sjúkdóma eins og t.d. krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, langvinnandi verkir og sjálfsofnæmi.

 

Líkamleg jarðtenging er einföld og ódýr lausn við því að berjast gegn þessum tortímandi öflum. Neikvæðu rafeindirnar sem teknar eru úr jörðinni fullnægir sindurefnin, styður ónæmiskerfið, og losar mann við kvilla sína. Nóbelsverðlaunahafi Richard Feynman lýsti nokkurs konar regnhlífaáhrif þegar við „jarðtengjum“ okkur. Hann fullyrti að líkamleg jarðtenging jafnaði rafstöðu á milli líkama og jarðar, þannig að líkaminn verði framlenging á segulsviði jarðarinnar. Þessi staða „þurrkar út, minnkar, og ýtir frá rafsviðum frá líkamanum.“

 

Líkamleg jarðtenging bætir svefn, verkjameðferð, og streitu

Líkamleg jarðtenging virðist bæta svefn, hjálpa við verki, og jafnar kortisól (stresshormón) sem minnkar streituviðbrögð líkamans.

Taugakerfið er rafmagnskerfi líkamans og hefur áhrif á alla frammistöðu hans. Sýnt hefur verið fram á að innstreymi af neikvæðum rafeindum frá jörðinni hefur áhrif á taugakerfið með því að að færa sjálfsónæmiskerfið sympatíska kerfið (fight og flight eða baráttuviðbragðinu) yfir í það parasympatíska (rest and digest eða hvíldarstöðu).

Svefn og streitulækkun er lykillinn að verkjameðferð, og minnkar líkurnar á mörgum langvarandi sjúkdómum. Gerð var tilraun þar sem 60 manns sem þjáðust af svefnvanda, langvarandi verkjum í að minnsta kosti sex mánuði. Þessir einstaklingar notuðu jarðtengingu á hverri nóttu í einn mánuð. Á bilinu 74-100% af þessu fólki fann breytingu á lífsgæðum sínum. Það sýndi meðal annars bættan svefn, þau voru meira úthvíld eftir nóttina, fólkið fann minni verkir í líkamanum og fundu fyrir almennri vellíðan og meiri gleði.

Líkamleg jarðtenging „gefur þér tækifæri til þess að nota næturnar til þess að bæta lífsgæði þín, þar sem þú kemur jafnvægi á streituhormónið kortisól í líkamananum þínum. Þannig bætir þú svefn, verkir minnka og þú ferð að finna fyrir minni streitu.

(Eins og Landlæknir segir þá er það að vakna úthvíld/ur að morgni, sé í raun besti mælikvarðinn á það hvort við náum að uppfylla svefnþörf).

 

      Líkamleg jarðtenging bætir bólgur, heilsu og velllíðan

Rannsóknir sýna líka að líkamleg jarðtenging hefur jákvæð áhrif á bólgur og ónæmiskerfið, sem gæti skipt sköpum fyrir heilsuna. Við vitum nú þegar að líkamleg jarðtenging bætir kortisólsmagn. Hátt magn kortisóls stafar af langvarandi streitu, sem leiðir til aukinna bólgumynduna í líkamanum, líkamleg jarðtenging getur dregið bólgur og jafnað kortisólsmagnið.

Innstreymi neikvæða rafeinda frá jörðinni hjálpar einnig með að „berjast gegn jákvætt hlöðnum sindurefnum sem myndast við viðbrögðum gegn bólgunum sem verða af völdum meiðsla, sýkingar, áfalls, eða streitu.“ Þegar líkamleg jarðtenging vinnur gegn sindurefnum, er minna álag á ónæmiskerfið. Heilunarferlið gerist mun hraðar án skemmandi áhrifa sindurefnanna. Þegar líkaminn skortir rafeindir eru frumur og vefir óvarin, sem leiðir til sindurefna, eykur bólgur og fleiraþ Svona umhverfi eykur hætturnar á krabbameini, sjálfsofnæmi, sýkingum, langvarandi verkir, og almenn lækkun í heilsugæðum.

Til eru margar ástæður til að stunda líkamlega jarðtengingu. Til er ótal mikið af jarðtengdum efnum sem hægt er að nota í lök eða skó. Einfaldasta og ódýrasta leiðin til að jarðtengjast er að ganga úti á berum fótum. Raki er besti leiðarinn og þar af leiti er blautt gras, mold, ströndin eða stöðuvatn veitir bestu jarðtenginguna. Það hjálpar líka að vita að leður, málmur, bómull, og óslípuð steinsteypa eru góðir leiðarar. Gætið þess að malbik, viður, plast, gúmmí, og önnur gervi- og einangrunarefni getur hindrað flæði heilsusamlegra rafeinda frá jörðinni.

 

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.

0