fbpx

Hvað er EMF eða Rafsegulsvið?

 In

EMF er skammstöfun yfir enska orðið electromotive force eða á Íslensku rafsegulsvið.

 

Rafsegulsvið eru hlaðnar agnir sem koma fyrir í náttúrunni. Agnirnar eru ósýnilegar en sjást þó í eldingum og einnig við hreyfingu nála í áttavitum. Rafsegulsviðin fylgja notkun á rafmagnstækjum, koma frá háspennulínum, rafmagnsmannvirkjunum og loftskeytismöstrum. Ekki er vitað hve skaðleg geislun frá rafsegulsviðum eru í raun og veru, en við vitum að þau hafa aukist til muna með árunum með notkun ýmissa tækja eins og þráðlausra neta, farsíma, rafmagnshitunar og fl. Alls staðar í kring um okkur eru einhverjar bylgjur.

 

Margir halda því fram að geislun frá rafsegulsviðum í umhverfi séu líkamanum mjög heilsuskaðleg. Það er samt vitað að fólk er mis næmt fyrir geislun rafsegulsviða. Þau einkenni sem fólk telur vera vegna þeirra eru svo dæmi má nefna höfuðverkir, svefntruflanir, þreyta, bólgur og hinir ýmsu verkir í líkamanum. Fólk hefur nefnt ýmsa sjúkdóma eins og krabbamein, hvítblæði, alzheimer og heilaæxli. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á dýrum en niðurstöður hafa ekki sýnt fram á sannanir eða tengst á milli. Erfitt er að gera rannsóknir á mannfólki, því erfitt er að finna samanburðarhópa sem ekki búa við nein áhrif segulsviða, enda eru þau alls staðar í kring um okkur. Sá lífsstíll sem fólk kýs sér, auk þeirri staðsetningu sem það velur sér að vera á, skiptir sköpum hversu mikil geislun er til staðar.

 

 

Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir:

Áhrif rafsegulsviðs:

Bein lífeðlisfræðileg áhrif eru áhrif á mannslíkamann sem sannanlega eru af völdum nálægðar við rafsegulsvið þar með talið:

  1. Varmaáhrif, til dæmis varmaaukning í vefjum vegna orkugleypni í rafsegulsviðs í vefjum
  2. Varmalaus áhrif, svo sem örvun vöðva, tauga eða skynfæra. Áhrif af þessu tagi geta haft skaðleg áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði starfsmanna sem verða fyrir þeim. Enn fremur getur örvun skynfæra leitt til skammvinnra einkenna, svo sem svima eða ljóshrífa, sem gætu valdið tímabundnum óþægindum, haft áhrif á hugsun eða aðra starfsemi heila eða vöðva og þar af leiðandi á getu starfsmanna til að vinn á öruggan hátt

Straumar í útlimum

Óbein áhrif eru áhrif hlutar innan rafsegulsviðs sem gæti sett öryggi og heilbrigði manna í hættu, til dæmis:

  1. Truflun í rafrænum lækningabúnaði og – tækjum, þar með talið gangþráðum og öðrum ígræddum tækjum eða lækningatækjum sem eru utan á eða inn í líkamanum

 

 

                                                                                                                 

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.

0