fbpx

Hvernig virkar Mælitækið?

 In

Vörurnar eru allar frá Bandaríkjunum. Þar er sagt að þetta litla mælitæki sé nauðsynlegt öllum þeim sem versla jarðtengdar vörur, til þess að ganga úr skugga um að innstungan sem á að nota sé raunverulega jarðtengd. Það hefur því miður sýnt sig að þetta tæki er ekki nógu nákvæmt fyrir Íslenskan markað. Rafmagnið í eldra húsum var allt öðruvísi lagt en það er gert í dag og því getur mælirinn sýnt að enga jörð sé að finna þrátt fyrir að jörð sé í raun og veru í innstungunni.

 

Varðandi lesturinn á Mælitækinu:

  • Ef ljós kviknar í öllum þremur kössunum „OK“ þá er jarðtenging.
  • Ef ljós kviknar bara í fyrsta kassa: „LIVE/ NEUTRAL REVERSE (EARTH OK)” Þá er jarðtenging. Þetta er nokkuð algengt í Evrópu og bendir ekki til vandamála. Jörðin er fín til notkunar, sama og niðurstaðan „OK með þrjú ljós.
  • Ef ljós kvikna bara í fyrstu tveimur kössunum: „NO EARTH“ þá þýðir það fyrir mælinn að það sé enginn jörð. EN þar kemur það með hvernig tengt var  rafmagn hér áður fyrr. Það var því miður sett upp á þann hátt að þetta mælitæki nær ekki að finna jörðina, þó hún sé til staðar.

 

Hvað er hægt aðgera?

Fyrir utan það að fá rafvirkja til þess að skoða rafmagnið, þá getum við nánast alltaf fengið jarðtengingu ef innstungan lítur svona út:

Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að tengjast vörunum. Annað hvort virkar jörðin í henni eða ekki. Ef jörðin virkar ekki þá er enfaldlega ekkert sem gerist. Engin jörð = engin virkni í vörunni sjálfri og engin leiðni.

Pinnarnir á Millistykkinu sem tengja vöruna í jörð eru úr plasti og því leiðir ekkert rafmagn þar í gegn. Eins og sést á Millistykkinu þá er eini staðurinn sem leiðir eitthvað, svæðið þar sem jörðin á innstungunni er: 

 

 

Hvað á að gera ef enga jörð er að finna í innstungunni sem á að nota?

Það er mjög líklegt ef húsið er gamalt að það sé bara jarðtenging þar sem stór heimilistæki eru. Þvottahús og eldhús hafa oftast nær jarðtengda innstungu og því hægt að nota þær eða versla Jarðstöng.

Hana er hægt er að versla hjá okkur hér á jardtenging.net og er henni stungið út í sjálfa jörðin

Það er alltaf hægt að senda póst á samband@jardtenging.net eða hringja í síma 776 7605

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.

0