fbpx

Spurningar og svör:

Hvað er jarðtenging og hvernig bætir hún líkamlega og andlega heilsu?

Líkamleg jarðtenging

 

Að stíga til jarðar á blautt gras, mold, sand, eða í vatn er nýjasta æðið í átt að vellíðan. Þekkt á ensku sem „earthing“ eða „grounding,“ kallað á íslensku „líkamleg jarðtenging“ eða bara „jarðtenging.“ Þegar húðin snertir jörðina þá verður líkaminn eins og svampur sem dregur í sig neikvætt hlaðnar rafeindir úr jörðinni. Það hefur lengi verið vitað að líkaminn þarfnast náttúrunnar til þess að halda góðri heilsu. Á okkar tímum, með breyttum lifnaðarháttum þá er vitað um mikilvægi hreifingar og þörf fyrir líkamann að fá meiri jarðtengingu. Lífsstíll okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma. Tæknin hefur gefið okkur margt, enda er talað um það að við lifum á svokallaðri Tækniöld eða Upplýsingaöld. Allar upplýsingar streyma til okkar, úr öllum áttum, hvort sem við viljum eða ekki. Þær koma ekki bara frá útvarpinu, blöðum, öðru fólki, sjónvarpinu eða tölvunni, því einnig frá símanum okkar. Það má segja að við séum með „heiminn í vasanum“ þegar við höfum símann á okkur. Upplýsingar sem við erum að fá aðeins úr honum gerir okkur kleift að læra og vinna að heiman. Með þessu litla tæki getum við komast að öllum sem við viljum komast að. Einnig eru allar upplýsingar uppi á yfirborðinu, engin leyndarmál. En það hefur haft mikla ókosti. Við erum orðin svo miklu veikari en við höfum áður verið. Við þurfum að einbeita okkur meira en nokkrum sinum áður á líkamlega og andlega heilsu. Hvað það er líkamanum fyrir bestu, hvernig við komumst hjá því að fylla hann af einhverju sem meiðir hann og gerir hann veikan. Við vitum hvað góð heilsa gerir fyrir okkur, hvað það skiptir miklu máli að hugsa um heilsuna í okkar núverandi lífsstíl.

Nútímahugmyndin af líkamlegri jarðtengingu byrjaði árið 2010 þegar Clint Ober gaf út bókina, EarthingThe Most Important Health Discovery Ever?. Clint Ober var brautryðjandi í Bandaríska kapalsjónvarpsiðnaðinum, og hann uppgötvaði að sama kerfi sem notað er við jarðtengingar sem gera fjarskipti og víra stöðugri gæti líka gert atómin í mannslíkamanum stöðugri, sem bætir virkni líkamsstarfseminnar.

Líkamleg jarðtenging hefur verið stunduð frá upphafi tímans þar sem forfeður okkar gengu um berfættir, í rafleiðandi leðurskóm eða söndulum. Það má vera að þetta sé ein útskýring á langlífi þeirra og góðri heilsu. Eftir uppfinningu skóa með gúmmíiljum, sem leiðir illa rafmagn og hélt mannkyni frá stærstu uppsprettu rafeindanna – jörðinni. Eftir að mannkynið fór að ganga meira í skóm og nota hin ýmsu gerviefni varð snerting við jörðina minni sem ógnar heilsunni af völdum rafsegulsóstöðuleika.

Allar frumur líkamans eru úr atómum. Atóm eru jákvætt eða neikvætt hlaðin eftir því hversu mikið af neikvætt hlöðnum rafeindum eða jákvætt hlöðnum róteindum þau innihalda. Flest atóm eru með neikvæða hleðslu því þau eiga meira af rafeindum; þrátt fyrir það, þá geta atóm „stolið“ rafeindum frá hvor öðrum, sem gerir rafeindasnauðu atómin hvarfgjörn og skaðleg. Í þessu ástandi eru þau kölluð sindurefni. Ef skaðleg sindurefni komast í frumur og líkamsvefi, versnar heilsan. Eina leiðin til þess að stöðva sindurefni er að sjá fyrir því að líkaminn eigi nóg af andoxunarefnum eða hækka magn neikvæða rafeinda með líkamlegri jarðtengingu.

 

Líkamleg jarðtenging vinnur gegn sindurefnum

Sindurefni (free radicals) myndast í gegnum bólgur, sýkingar, frumuskaða, áföll, streitu og eitraðs umhverfis okkar. Þau þvinga ónæmiskerfið okkar til að bregðast við þessum ógnum. Virkt ónæmiskerfi framleiðir fleiri sindurefni og fljótlega fer líkaminn okkar að reyna að slökkva elda en hefur ekki næg tæki og tól til þess. Að auki hefur iðnvæðing og sí tæknivæddri heimur varpað okkur inn í völundarhús rafbylgjusviðs sem ruglar jafnvæginu á rafsviði frumanna. Sindurefni í mjög miklu magni, óstöðug hleðsla, bólgur og örvun ónæmis eru orsök langvarandi sjúkdóma eins og t.d. krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, langvinnandi verkir og sjálfsofnæmi.

 

Líkamleg jarðtenging er einföld og ódýr lausn við því að berjast gegn þessum tortímandi öflum. Neikvæðu rafeindirnar sem teknar eru úr jörðinni fullnægir sindurefnin, styður ónæmiskerfið, og losar mann við kvilla sína. Nóbelsverðlaunahafi Richard Feynman lýsti nokkurs konar regnhlífaáhrif þegar við „jarðtengjum“ okkur. Hann fullyrti að líkamleg jarðtenging jafnaði rafstöðu á milli líkama og jarðar, þannig að líkaminn verði framlenging á segulsviði jarðarinnar. Þessi staða „þurrkar út, minnkar, og ýtir frá rafsviðum frá líkamanum.“

 

Líkamleg jarðtenging bætir svefn, verkjameðferð, og streitu

Líkamleg jarðtenging virðist bæta svefn, hjálpa við verki, og jafnar kortisól (stresshormón) sem minnkar streituviðbrögð líkamans.

Taugakerfið er rafmagnskerfi líkamans og hefur áhrif á alla frammistöðu hans. Sýnt hefur verið fram á að innstreymi af neikvæðum rafeindum frá jörðinni hefur áhrif á taugakerfið með því að að færa sjálfsónæmiskerfið sympatíska kerfið (fight og flight eða baráttuviðbragðinu) yfir í það parasympatíska (rest and digest eða hvíldarstöðu).

Svefn og streitulækkun er lykillinn að verkjameðferð, og minnkar líkurnar á mörgum langvarandi sjúkdómum. Gerð var tilraun þar sem 60 manns sem þjáðust af svefnvanda, langvarandi verkjum í að minnsta kosti sex mánuði. Þessir einstaklingar notuðu jarðtengingu á hverri nóttu í einn mánuð. Á bilinu 74-100% af þessu fólki fann breytingu á lífsgæðum sínum. Það sýndi meðal annars bættan svefn, þau voru meira úthvíld eftir nóttina, fólkið fann minni verkir í líkamanum og fundu fyrir almennri vellíðan og meiri gleði.

Líkamleg jarðtenging „gefur þér tækifæri til þess að nota næturnar til þess að bæta lífsgæði þín, þar sem þú kemur jafnvægi á streituhormónið kortisól í líkamananum þínum. Þannig bætir þú svefn, verkir minnka og þú ferð að finna fyrir minni streitu.

(Eins og Landlæknir segir þá er það að vakna úthvíld/ur að morgni, sé í raun besti mælikvarðinn á það hvort við náum að uppfylla svefnþörf).

 

      Líkamleg jarðtenging bætir bólgur, heilsu og velllíðan

Rannsóknir sýna líka að líkamleg jarðtenging hefur jákvæð áhrif á bólgur og ónæmiskerfið, sem gæti skipt sköpum fyrir heilsuna. Við vitum nú þegar að líkamleg jarðtenging bætir kortisólsmagn. Hátt magn kortisóls stafar af langvarandi streitu, sem leiðir til aukinna bólgumynduna í líkamanum, líkamleg jarðtenging getur dregið bólgur og jafnað kortisólsmagnið.

Innstreymi neikvæða rafeinda frá jörðinni hjálpar einnig með að „berjast gegn jákvætt hlöðnum sindurefnum sem myndast við viðbrögðum gegn bólgunum sem verða af völdum meiðsla, sýkingar, áfalls, eða streitu.“ Þegar líkamleg jarðtenging vinnur gegn sindurefnum, er minna álag á ónæmiskerfið. Heilunarferlið gerist mun hraðar án skemmandi áhrifa sindurefnanna. Þegar líkaminn skortir rafeindir eru frumur og vefir óvarin, sem leiðir til sindurefna, eykur bólgur og fleiraþ Svona umhverfi eykur hætturnar á krabbameini, sjálfsofnæmi, sýkingum, langvarandi verkir, og almenn lækkun í heilsugæðum.

Til eru margar ástæður til að stunda líkamlega jarðtengingu. Til er ótal mikið af jarðtengdum efnum sem hægt er að nota í lök eða skó. Einfaldasta og ódýrasta leiðin til að jarðtengjast er að ganga úti á berum fótum. Raki er besti leiðarinn og þar af leiti er blautt gras, mold, ströndin eða stöðuvatn veitir bestu jarðtenginguna. Það hjálpar líka að vita að leður, málmur, bómull, og óslípuð steinsteypa eru góðir leiðarar. Gætið þess að malbik, viður, plast, gúmmí, og önnur gervi- og einangrunarefni getur hindrað flæði heilsusamlegra rafeinda frá jörðinni.

 

Hvað er EMF eða Rafsegulsvið?

EMF er skammstöfun yfir enska orðið electromotive force eða á Íslensku rafsegulsvið.

 

Rafsegulsvið eru hlaðnar agnir sem koma fyrir í náttúrunni. Agnirnar eru ósýnilegar en sjást þó í eldingum og einnig við hreyfingu nála í áttavitum. Rafsegulsviðin fylgja notkun á rafmagnstækjum, koma frá háspennulínum, rafmagnsmannvirkjunum og loftskeytismöstrum. Ekki er vitað hve skaðleg geislun frá rafsegulsviðum eru í raun og veru, en við vitum að þau hafa aukist til muna með árunum með notkun ýmissa tækja eins og þráðlausra neta, farsíma, rafmagnshitunar og fl. Alls staðar í kring um okkur eru einhverjar bylgjur.

 

Margir halda því fram að geislun frá rafsegulsviðum í umhverfi séu líkamanum mjög heilsuskaðleg. Það er samt vitað að fólk er mis næmt fyrir geislun rafsegulsviða. Þau einkenni sem fólk telur vera vegna þeirra eru svo dæmi má nefna höfuðverkir, svefntruflanir, þreyta, bólgur og hinir ýmsu verkir í líkamanum. Fólk hefur nefnt ýmsa sjúkdóma eins og krabbamein, hvítblæði, alzheimer og heilaæxli. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á dýrum en niðurstöður hafa ekki sýnt fram á sannanir eða tengst á milli. Erfitt er að gera rannsóknir á mannfólki, því erfitt er að finna samanburðarhópa sem ekki búa við nein áhrif segulsviða, enda eru þau alls staðar í kring um okkur. Sá lífsstíll sem fólk kýs sér, auk þeirri staðsetningu sem það velur sér að vera á, skiptir sköpum hversu mikil geislun er til staðar.

 

 

Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir:

Áhrif rafsegulsviðs:

Bein lífeðlisfræðileg áhrif eru áhrif á mannslíkamann sem sannanlega eru af völdum nálægðar við rafsegulsvið þar með talið:

 1. Varmaáhrif, til dæmis varmaaukning í vefjum vegna orkugleypni í rafsegulsviðs í vefjum
 2. Varmalaus áhrif, svo sem örvun vöðva, tauga eða skynfæra. Áhrif af þessu tagi geta haft skaðleg áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði starfsmanna sem verða fyrir þeim. Enn fremur getur örvun skynfæra leitt til skammvinnra einkenna, svo sem svima eða ljóshrífa, sem gætu valdið tímabundnum óþægindum, haft áhrif á hugsun eða aðra starfsemi heila eða vöðva og þar af leiðandi á getu starfsmanna til að vinn á öruggan hátt

Straumar í útlimum

Óbein áhrif eru áhrif hlutar innan rafsegulsviðs sem gæti sett öryggi og heilbrigði manna í hættu, til dæmis:

 1. Truflun í rafrænum lækningabúnaði og – tækjum, þar með talið gangþráðum og öðrum ígræddum tækjum eða lækningatækjum sem eru utan á eða inn í líkamanum

 

 

                                                                                                                 

Hvað er jarðtenging?

Rannsóknir á jarðtengingu benta til þess að yfirborð jarðar hafi náttúruleg og öflug verkjalyf. Þau eiga að virka sem bólgueyðandi, mynda andoxunarefni og hafa streituminnkandi eiginleika. Þetta er það sem móður náttúra gefur okkur, einstaklega græðandi og fría gjöf. Því miður höfum við fjarlægst þessa gjöf og er það eitthvað sem fylgir ört vaxandi þróun mannsins. Við þurfum á þessu að halda og þurfum að finna okkur leið til þess að komast aftur í eins mikla tengingu við jörðina og var hér áður.

Jörðin framleiðir góða næringu sem við öll þurfum og er þessi rafmagsnæring takmarkalaus. Þetta er náttúrulegar neikvæðar rafhleðslu og nærir þetta allt líf á plánetunni hvort sem það er mannfólk, dýr eða plöntur.

Rannsóknir sýna fram það að bein snerting við jörðina jafna og laga rafrásir sem stjórna líffærum líkamans. Líkaminn endurhleður sig, ónæmiskerfi eykst og bólgur og verkir minnka. Þetta eru fríar auðlindir, gjafir sem okkur eru gefnar og getur hjálpað okkur ef við bara leyfum náttúrunni að vinna sína vinnu.

 

Hvað er J-vítamín?

Þú færð D-vítamín þegar líkami þinn fær orku að ofan, frá sólinni. Þú ert það heppinn að þú ert líka að fá orku að neðan, eða frá jörðinni. Þetta er J-vítamínið þitt sem ekki margir gera sér grein fyrir hve mikilvægt það sé fyrir líkamann að fá. Þessi jarðorka getur veitt líkamanum bestu heilsuna.

Orkan sem jörðin myndar er ósýnileg, en framboð þessara orku er nánast óendalegt. Hún gefur frá sér agnir sem kallast rafeindir sem endurnýjast stöðugt og er örvuð af sólinni.

Hægt er að hugsa þessa orku sem einhverskonar “rafmarksnæringu” /  “náttúrlegt rafmagn” eða einfaldlega “J-vítamín”.

Þetta er eins og ákveðin regla, allar lifandi verur á jörðinni, auk plantna, hvort sem um er að ræða fyrir neðan sjávarmál eða fyrir ofan, hafa stöðuga rafmagnstengingu við jörðina.

Nema flest mannfólk!

Hver er munurinn á Silfurþráðum & Silfurtvinnum?

Við erum með tvær vörur sem innihalda þessi efni. Það er Earthing jarðtengt koddaver með silfurtvinna og Ground Therapy jarðtengt lak með silfurþráðum.

 

Tvinnar / Þræðir

Hægt er að hugsað um tvinna sem örfína þræði, sem eru notaðir til að vefa fíngerð efni. Ekki er mikill munur á milli tvinna eða þráða. Hvorugur eru silfurvírar í föstu formi – þá er ekki hægt að vefa í efni. Tvinnar eða þræðir eru alltaf grunnefni eins og t.d. nælon með þunnu silfur lagi.

 

Það eru tvær aðferðir við að blanda saman silfurtvinnum eða þráðum við náttúruleg efni.

 • Silfur þræðir vafðir í grunnefni (aðallega bómull)
 • Silfur þræðir vafðir til að mynda samfellt fíngert efni, yfirleitt blandað saman við grunnefni ( nælon)

 

Hvað varðar endingu þá er ekki mikinn mun að finna á milli efnanna tveggja – bæði móttækileg með tímanum fyrir oxunarferli og þurfa rétta meðhöndlun og þvott til að tryggja sem lengsta líftíma.

 

Endingartími leiðslunnar í efninu er breytilegur eftir húðgerð, hvernig efni eru notuð á líkamann sjálfan eins og hvaða efni eru notaðar á vöruna, svo sem þvottaefni eða hvernig varan er þvegin.

 

Venjulegur endingartími á vörum með tvinnum /þráðum er í kring um 3 ár eða þar til silfurþræðirnir hafa misst leiðnina.

 

Ástæðan er sú að silfurþræðirnir eru viðkvæmari en t.d. leðurlíkið okkar (eins og Earthing Alhliða færanleg motta, Earthing Alhliða motta með góðu gripi, Ground Therapy Start pakkinn) því kolefni er eitt innihaldsefni þeirra vara í stað silfurs. En kolefni er annað mikilvægasta efni í líkama okkar.

 

Það er mjög mikilvæg að þvo vöruna, hún skemmist ekki með þvotti, eins og sumir halda. Í raun mun það hjálpa til að halda vörunni góðri. Þvottur með heitu vatni heldur líkamsfitu, svita og öðrum efnum sem kunna að hafa borist frá líkamanum og yfir í lakið, í burtu. Slíkt getur skaðað vöruna ef hún er ekki þvegin reglulega.

 

Gera

 • Þvo að minnsta kosti 2 x í mánuði eða vikulega.
 • Þvoið í þvottavél.
 • Þvoið með volgu vatni við 40 gráður.
 • Þurrkaðu í þurrkara á lágum hita (low or line dry)
 • Aðeins má strauja með mjög lágum hita.

Ekki

 • Ekki nota mýkingarefni í þurrkara.
 • Ekki nota efni sem gerir þvottinn hvítari EÐA þvottaefni með olíum eins og lavander eða kókosolíu
 • Ekki nota klór né mýkingarefni í þvott.
 • Passa þarf að nota ekki áburði eða einhverskonar líkamsolíur áður en farið er í rúmið. Öll efni hafa áhrif á gæði varanna sem gefa frá sér jarðtengingu og gerir það að verkum að þær munu síður að leiða út frá sér. Ef krem er notað, þá er mælt með því að passa upp á það að efnin hafa borist vel inn í húðina. Einnig er gott að bíða í allt að eina klukkustund áður en varan sjálf er notuð.

 

Hvernig virkar Mælitækið?

Vörurnar eru allar frá Bandaríkjunum. Þar er sagt að þetta litla mælitæki sé nauðsynlegt öllum þeim sem versla jarðtengdar vörur, til þess að ganga úr skugga um að innstungan sem á að nota sé raunverulega jarðtengd. Það hefur því miður sýnt sig að þetta tæki er ekki nógu nákvæmt fyrir Íslenskan markað. Rafmagnið í eldra húsum var allt öðruvísi lagt en það er gert í dag og því getur mælirinn sýnt að enga jörð sé að finna þrátt fyrir að jörð sé í raun og veru í innstungunni.

 

Varðandi lesturinn á Mælitækinu:

 • Ef ljós kviknar í öllum þremur kössunum „OK“ þá er jarðtenging.
 • Ef ljós kviknar bara í fyrsta kassa: „LIVE/ NEUTRAL REVERSE (EARTH OK)” Þá er jarðtenging. Þetta er nokkuð algengt í Evrópu og bendir ekki til vandamála. Jörðin er fín til notkunar, sama og niðurstaðan „OK með þrjú ljós.
 • Ef ljós kvikna bara í fyrstu tveimur kössunum: „NO EARTH“ þá þýðir það fyrir mælinn að það sé enginn jörð. EN þar kemur það með hvernig tengt var  rafmagn hér áður fyrr. Það var því miður sett upp á þann hátt að þetta mælitæki nær ekki að finna jörðina, þó hún sé til staðar.

 

Hvað er hægt aðgera?

Fyrir utan það að fá rafvirkja til þess að skoða rafmagnið, þá getum við nánast alltaf fengið jarðtengingu ef innstungan lítur svona út:

Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að tengjast vörunum. Annað hvort virkar jörðin í henni eða ekki. Ef jörðin virkar ekki þá er enfaldlega ekkert sem gerist. Engin jörð = engin virkni í vörunni sjálfri og engin leiðni.

Pinnarnir á Millistykkinu sem tengja vöruna í jörð eru úr plasti og því leiðir ekkert rafmagn þar í gegn. Eins og sést á Millistykkinu þá er eini staðurinn sem leiðir eitthvað, svæðið þar sem jörðin á innstungunni er: 

 

 

Hvað á að gera ef enga jörð er að finna í innstungunni sem á að nota?

Það er mjög líklegt ef húsið er gamalt að það sé bara jarðtenging þar sem stór heimilistæki eru. Þvottahús og eldhús hafa oftast nær jarðtengda innstungu og því hægt að nota þær eða versla Jarðstöng.

Hana er hægt er að versla hjá okkur hér á jardtenging.net og er henni stungið út í sjálfa jörðin

Það er alltaf hægt að senda póst á samband@jardtenging.net eða hringja í síma 776 7605

Leðurlíki?

Earthing Alhliða motturnar (Earthing Alhliða færanleg motta, Earthing Pakki með tveimur alhliða færanlegum mottum  og Earthing Alhliða motta með góðu gripi), Ground Therapy svefnmotturnar (Ground Therapy Jarðtengs svefnmotta. Einbreið, Ground Therapy svefnmotta. Tvíbreið, Ground Therapy Pakki með tveimur einbreiðum svefnmottum, Ground Therapy Start pakkinn) og Ground Therapy Jarðtengt koddaver úr vegan leðurliki) er allt búið til úr leðurlíki sem Earthing er með einkaleyfi á. Leðurlíkið er blanda af leiðandi kolefnum og pólýúretan. Niðurstaðan er dúnmjúk áferð, svipað og vegan leður.

Prófun þriðja aðila sýnir að efnið er laust við blý, (Azo) litunarefni og þalöt.

Svefnmottan og koddaverin hafa mjúka þræði gerða úr bómul/pólýester og þó mottan sjálf sé latexfrí þá innihalda böndin latex agnir til að tryggja að böndin passi sem best utan um mottuna.

Fyrir innpakkningu fara allar þessar vörur í gegnum afgösunar ferli til að tryggja friðsæla, jarðbundna hvíld – beint úr kassanum.

 

Carbon leðurlíki vs Silfurþræðir/Silfurtvinni

Carbon leðurlíkið (þetta svarta, (Ground Therapy Jarðtengs svefnmotta. EinbreiðGround Therapy svefnmotta. TvíbreiðGround Therapy Pakki með tveimur einbreiðum svefnmottumGround Therapy Start pakkinn) og Ground Therapy Jarðtengt koddaver úr vegan leðurliki)) er úr vegan – vistvænu efni sem inniheldur kolefni sem leiða mjög vel til líkamans. Kolefni er annað stærsta efnið í líkamanum á eftir súrefni. Þessi vara endist mun betur en vörurnar sem innihalda silfurþræði/tvinna (þessar ljósu, Ground Therapy Jarðtengt lak með sildurþráðumGround Therapy Jarðtengt teppi með silfurþráðum og Earthing jarðtengt koddaver með silfurtvinnum)

 

Bómullarefnið er fyrir suma mun þægilegra efni að sofa á, en það er viðkvæmara út af silfurtvinnum/þráðum sem geta misst leiðni sína með tímanum ef ekki er hugsað nægilega vel um vöruna. Það þarf að þvo vöruna í þvottavél 2 x í mánuði á 40 gráðum og má fara í þurrkara.

Leðurlíkið má ekki fara í þvottavél eða þurrkara, það er einfaldlega nóg að nota brautan klút með efnum sem ekki innhalda nein skaðleg efni.

 

Báðar vörurnar geta misst leiðni sína ef notuð eru sterk efni á þær eða ef mikið af kremi/olíum er á líkamanum.

 

Lang best er að leifa húðinni að snerta bert leðurlíkið. Ef nota á aðrar vörur (lök eða koddaver) yfir leðurlíkið, þá er lang best að nota 100% bómullarvörur, þær leiða best í gegnum sig. En það getur tekið smá tíma fyrir leiðsluna frá jörðinni að berast til líkamans.

 

Lang best væri auðvitað að hafa þessar tvær vörur saman, leðurlíkið undir og silfurþræðina yfir.

 

Bómullarefnið með silfurþráðum/tvinnum verður að nota eitt og sér. Það leiðir ekki í gegn um neitt annað efni.

 

 

 

Disconnected from the Earth we feel fatigued.

Connecting with the Earth restores balance

Being isolated from the Earth by non-conductive materials such as wood, tile, and carpeted floorings in our homes, as well as rubber and plastic in our shoes, leaves us feeling unhealthy.

When we make direct contact with the surface of the Earth, with our bare feet or hands, our bodies receive a charge of energy that makes us feel better, fast.

Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.

0